Útvarpsráð ræðir málin á þriðjudag 2. apríl 2005 00:01 Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira