Vonast til að sætta megi deilendur 3. apríl 2005 00:01 Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira