Páfi: Niðurbrot líkamans hindrað 5. apríl 2005 00:01 Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent