Líkist Bankastræti á Menningarnótt 7. apríl 2005 00:01 „Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun. Róm virðist vera að springa utan af þeim hátt í fimm milljónum manna sem síðustu daga hafa bæst við þær þrjár milljónir sem búa í borginni. Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að halda sig fjarri miðborginni og fylgjast í staðinn með framvindu mála á risaskjám sem komið hefur verið upp úti um alla borgina. Íslenska sendinefndin sem verður við útförina á morgun lenti í Róm síðdegis. Steingrímur Ólafsson er í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann segir að hverfin í kringum Vatíkanið og miðborg Rómar líkist Bankastræti á Menningarnótt. Varla sé hægt að ganga þar um án þess að rekast í fólk sem sé komið alls staðar að úr heiminum. Hins vegar sé öllu rólegra í hverfunum í kring. Steingrímur segir enn fremur að fulltrúar annarra landa í jarðarförinni sem hann hafi rætt við geti ekki annað en dáðst að skipulagi Ítala og hefði einn þeirra sagt að goðsagan um það hversu óskipulagði Ítalir væru hefði endanlega verið kveðin niður. Jarðarförin á morgun verður að öllum líkindum sá viðburður í heimssögunni þar sem flest fyrirmenni hafa komið saman. Gríðarleg öryggisgæsla er vegna þessa. Steingrímur segir að þarna séu samankomnir kóngar og drottningar, prinsar, hertogar, forsetar og forsætisráðherrar í röðum og hver um sig hafi sína öryggisgæslu sem síðan þurfi að samræma við ítölsk yfirvöld. Steingrímur segir að ef tekið hefði verið upp myndband án hljóðs gæti einhver ályktað að það hefði verið gerð stjórnarbylting í ríki í Suður-Ameríku, slíkur sé fjöldi hermanna og lögregluþjóna á götunum. Reyndin sé hins vegar sú að þeir séu afskaplega vingjarnlegir og reyni að greiða götu allra. Ítalir virðist leggjast á eitt um að jarðarförin gangi sem allra best á morgun en það séu önnur saga hvað gerist á morgun. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
„Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun. Róm virðist vera að springa utan af þeim hátt í fimm milljónum manna sem síðustu daga hafa bæst við þær þrjár milljónir sem búa í borginni. Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að halda sig fjarri miðborginni og fylgjast í staðinn með framvindu mála á risaskjám sem komið hefur verið upp úti um alla borgina. Íslenska sendinefndin sem verður við útförina á morgun lenti í Róm síðdegis. Steingrímur Ólafsson er í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann segir að hverfin í kringum Vatíkanið og miðborg Rómar líkist Bankastræti á Menningarnótt. Varla sé hægt að ganga þar um án þess að rekast í fólk sem sé komið alls staðar að úr heiminum. Hins vegar sé öllu rólegra í hverfunum í kring. Steingrímur segir enn fremur að fulltrúar annarra landa í jarðarförinni sem hann hafi rætt við geti ekki annað en dáðst að skipulagi Ítala og hefði einn þeirra sagt að goðsagan um það hversu óskipulagði Ítalir væru hefði endanlega verið kveðin niður. Jarðarförin á morgun verður að öllum líkindum sá viðburður í heimssögunni þar sem flest fyrirmenni hafa komið saman. Gríðarleg öryggisgæsla er vegna þessa. Steingrímur segir að þarna séu samankomnir kóngar og drottningar, prinsar, hertogar, forsetar og forsætisráðherrar í röðum og hver um sig hafi sína öryggisgæslu sem síðan þurfi að samræma við ítölsk yfirvöld. Steingrímur segir að ef tekið hefði verið upp myndband án hljóðs gæti einhver ályktað að það hefði verið gerð stjórnarbylting í ríki í Suður-Ameríku, slíkur sé fjöldi hermanna og lögregluþjóna á götunum. Reyndin sé hins vegar sú að þeir séu afskaplega vingjarnlegir og reyni að greiða götu allra. Ítalir virðist leggjast á eitt um að jarðarförin gangi sem allra best á morgun en það séu önnur saga hvað gerist á morgun.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira