Ómetanleg bók Egill Helgason skrifar 11. apríl 2005 00:01 Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira