Sannfærandi sigur Haukastelpna 12. apríl 2005 00:01 Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti