Einar Örn fær ekki laun 16. apríl 2005 00:01 Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur. Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira