Einar Örn fær ekki laun 16. apríl 2005 00:01 Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Sjá meira
Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Sjá meira