Erlent

Dregur úr styrk Evrópu

Ef Evrópubúar hafna nýrri stjórnarskrá mun það draga úr styrk Evrópu í alþjóðasamskiptum og gleðja bandaríska íhaldsmenn ósegjanlega, að mati Javiers Solana, yfirmanns utanríkismála hjá Evrópusambandinu. Solana sagði þetta á fundi með frönskum stúdentum en skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Frakka muni hafna stjórnarskránni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×