Hvíta reyksins beðið 18. apríl 2005 00:01 Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira