Ratzinger verður Benedikt XVI 19. apríl 2005 00:01 Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira