Menning

Fæðupýramídarnir orðnir tólf

Fæðupýramídarnir eru orðnir tólf í Bandaríkjunum. Hingað til hefur aðeins verið stuðst við einn fæðupýramída sem allir hafa átt að geta notast við sem viðmið um hvernig beri að hegða matarvenjum sínum. Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hins vegar skipt pýramídanum út fyrir tólf mismunandi pýramída sem hver og einn miðast að sérhæfðum hópi fólks. Þannig gilda núna allt önnur viðmið um næringarsamsetningu eldri borgara annars vegar og barna og unglinga hins vegar, svo eitthvað sé nefnt. Vonast er til þess að hver og einn geti staðsett sig í einhverjum einum pýramída og þannig séð hvaða næringarsasmsetning hentar honum best.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×