Hver greiðir laun Guðmundar? 20. apríl 2005 00:01 Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Íslenski handboltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira