Benedikt XVI boðar lítið nýtt Hafliði Helgason skrifar 21. apríl 2005 00:01 Valið á nýjum páfa urðu frjálslyndum víða um heim nokkur vonbrigði. Joseph Ratzinger sem valinn var í embætti páfa verður seint talinn til þeirra sem aðhyllast frjálslynd viðhorf innan kaþólsku kirkjunnar. Valið sýnir að kaþólska kirkjan sem stofnun er ekki tilbúinn til þeirrar endurskoðunar viðhorfa sem margir vonuðust eftir. Íhaldsöm öfl eru greinilega enn í meirihluta innan kirkjunnar og staða þeirra svo sterk að ekki tók langan tíma að velja páfa í þetta sinn. Jafnvel þótt staða þeirra hefði ekki verið svona sterk og að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun í birtingarmynd örlítið frjálslyndair páfa, er ekki víst að sá hefði átt auðvelt með að hrinda í framkvæmd breytingum í átt til frjálsræðis innan kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. verður vonandi farsæll í starfi og vonandi leggur hann heiminum til boðskap sem verður til farsældar mannkyni. Hann er líkt og fyrirrennari hans barn hörmungartíma í Evrópu þegar illska og grimmd réði ríkjum. Rifjuð hefur verið upp þátttaka hans í Hitlersæskunni. Nasistísk tenging er þó tæplega sanngjörn. Hann var á barnsaldri þegar Heimstyrjöldin síðari braust út og átján ára þegar henni lauk. Hörmungar stríðsins hafa sennilega mótað manndómsár hans meira en hugmyndafræði nasista. Hins vegar er ljóst að viðhorf hans eru á margan hátt einstrengingsleg. Sumt af því sem hann hefur sagt er rammasta afturhald; annað er áminning um að á sama tíma og velsældin ríkir á vesturlöndum, þá er tómið stærra en nokkru sinni fyrr í lífi margra. Kaþólska kirkjan hefur frestað auknu frjálslyndi um að minnsta kosti einn páfa. Kirkjan hefur lifað af ýmsar breytingar tímanna og er í eðli sínu íhaldssöm. Það er eðlilegt að stofnun eins og kaþólska kirkjan breytist hægt og hún á ekki að hlaupa á eftir tískustraumum stundarinnar. Né heldur á hún að þóknast hagsmunum valdhafa á hverjum tíma. Hún er í eðli sínu í andstöðu við samtíma sinn að vissu marki á hverjum tíma. Hins vegar hefur hún nú verið á skjön við samtíma sinn um langt skeið. Sá tími mun koma að hún stígur skref í frjálsræðisátt. Kannski frá og með næsta páfa hver veit. Benedikt XVI. er 78 ára gamall og frjálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar fá nú nokkur ár til þess að undirbúa sig fyrir næsta páfakjör. Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að sá tími verði vel nýttur og að Benedikt XVI gegnum taki við páfi sem leiðir sofnuð sinn veg mannúðar og umburðarlyndis. Páfa sem horfir á kærleika og fyrirgefningu sem megininntak viðhorfa sinna til manna og málefna.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Valið á nýjum páfa urðu frjálslyndum víða um heim nokkur vonbrigði. Joseph Ratzinger sem valinn var í embætti páfa verður seint talinn til þeirra sem aðhyllast frjálslynd viðhorf innan kaþólsku kirkjunnar. Valið sýnir að kaþólska kirkjan sem stofnun er ekki tilbúinn til þeirrar endurskoðunar viðhorfa sem margir vonuðust eftir. Íhaldsöm öfl eru greinilega enn í meirihluta innan kirkjunnar og staða þeirra svo sterk að ekki tók langan tíma að velja páfa í þetta sinn. Jafnvel þótt staða þeirra hefði ekki verið svona sterk og að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun í birtingarmynd örlítið frjálslyndair páfa, er ekki víst að sá hefði átt auðvelt með að hrinda í framkvæmd breytingum í átt til frjálsræðis innan kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. verður vonandi farsæll í starfi og vonandi leggur hann heiminum til boðskap sem verður til farsældar mannkyni. Hann er líkt og fyrirrennari hans barn hörmungartíma í Evrópu þegar illska og grimmd réði ríkjum. Rifjuð hefur verið upp þátttaka hans í Hitlersæskunni. Nasistísk tenging er þó tæplega sanngjörn. Hann var á barnsaldri þegar Heimstyrjöldin síðari braust út og átján ára þegar henni lauk. Hörmungar stríðsins hafa sennilega mótað manndómsár hans meira en hugmyndafræði nasista. Hins vegar er ljóst að viðhorf hans eru á margan hátt einstrengingsleg. Sumt af því sem hann hefur sagt er rammasta afturhald; annað er áminning um að á sama tíma og velsældin ríkir á vesturlöndum, þá er tómið stærra en nokkru sinni fyrr í lífi margra. Kaþólska kirkjan hefur frestað auknu frjálslyndi um að minnsta kosti einn páfa. Kirkjan hefur lifað af ýmsar breytingar tímanna og er í eðli sínu íhaldssöm. Það er eðlilegt að stofnun eins og kaþólska kirkjan breytist hægt og hún á ekki að hlaupa á eftir tískustraumum stundarinnar. Né heldur á hún að þóknast hagsmunum valdhafa á hverjum tíma. Hún er í eðli sínu í andstöðu við samtíma sinn að vissu marki á hverjum tíma. Hins vegar hefur hún nú verið á skjön við samtíma sinn um langt skeið. Sá tími mun koma að hún stígur skref í frjálsræðisátt. Kannski frá og með næsta páfa hver veit. Benedikt XVI. er 78 ára gamall og frjálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar fá nú nokkur ár til þess að undirbúa sig fyrir næsta páfakjör. Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að sá tími verði vel nýttur og að Benedikt XVI gegnum taki við páfi sem leiðir sofnuð sinn veg mannúðar og umburðarlyndis. Páfa sem horfir á kærleika og fyrirgefningu sem megininntak viðhorfa sinna til manna og málefna.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar