Kemst ÍBV í fyrsta sinn í úrslit? 23. apríl 2005 00:01 Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6) Íslenski handboltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6)
Íslenski handboltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira