Skrautsteypan í stíl við húsin 25. apríl 2005 00:01 Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu. Hús og heimili Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu.
Hús og heimili Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira