
Sport
Þórir Ólafsson til Þýskalands
Handknattleiksmaðurinn Þórir Ólafsson mun leika sína síðustu leiki fyrir Hauka gegn ÍBV á næstu dögum því hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við þýska félagið TuS N-Lubbecke. Það gerði Þórir í gær en hann mun halda utan 12. maí. Þórir er þriðji leikmaður Hauka sem semur við erlent félag en áður höfðu Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson samið við erlend lið; Ásgeir Örn við Lemgo og Vignir við Skjern.