Börnin biðja aldrei um sykur 26. apríl 2005 00:01 Heilsuleikskólinn Urðarhóll í Kópavogi er tæplega 10 ára gamall. Víðs vegar um landið hafa sprottið upp sambærilegir skólar sem fylgja stefnu Urðarhóls þar sem lögð er áherslu á næringu, hreyfingu og listir. "Markmið okkar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listir í gegnum leik," segir Unnur Stefánsdóttir, sem stýrir heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Hugmyndafræðina á bak við leikskólann þróaði hún ásamt samstarfsfólki sínu en Unnur er sjálf mikil íþróttakona. "Til þess að leggja meiri áherslu á þessa þætti erum við með næringarráðagjafa sem gefur ráð um matseðla og við erum með fagstjóra í íþróttum og hreyfingu sem kennir íþróttir alla daga en hvert barn fer í íþróttatíma tvisvar í viku auk gönguferða og útivistar. Auk þess erum við með listakennara sem sjá um listnámið," segir Unnur. Í leikskólanun er íþróttasalur sem er sérstaklega útbúinn fyrir börn á leikskólaaldri og þar eru íþróttir stundaðar daglega. "Börnin elska íþróttatímana og geta varla verið veik heima ef þau eiga að fara í íþróttir þann daginn," segir Unnur og hlær. Auk hreyfingar er lögð áhersla á hollt og gott mataræði og segir Unnur það ganga vel að kenna börnunum að borða hollan og næringarríkan mat. "Þau læra að borða grænmeti og baunarétti og hjá sumum tekur það tíma en þessi eldri eru góð fyrirmynd. Það geta allir lært þetta og börnin biðja aldrei um sykur eða sætabrauð," segir Unnur. "Við finnum fyrir mikilli ánægju frá foreldrum með skólann. Það er okkar trú að ef börnin fá hreyfingu og góða næringu eru þau betur í stakk búin til að skapa. Auk þess glímum við ekki við offitu hérna og við getum gripið inn í ef það vandamál kemur upp," segir Unnur. Hún segir að á þeim tæpu tíu árum frá því skólinn var stofnaður hafi skólastarfið þróast mikið auk þess sem skólinn hafi stækkað. Upphaflega voru börnin 30 en nú eru þau 143 talsins, á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn er rekinn af Kópavogsbæ og hafa önnur sveitarfélög fylgt þessu fordæmi. Nokkrir heilsuleikskólar hafa tekið til starfa víðs vegar um landið og nokkrir taka brátt til starfa. "Það er alveg frábært að sjá þetta gerast. Við sem stýrum heilsuleikskólum höfum hist og erum að undirbúa stofnun samtaka heilsuleikskóla," segir Unnur Stefánsdóttir. Heilsa Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Heilsuleikskólinn Urðarhóll í Kópavogi er tæplega 10 ára gamall. Víðs vegar um landið hafa sprottið upp sambærilegir skólar sem fylgja stefnu Urðarhóls þar sem lögð er áherslu á næringu, hreyfingu og listir. "Markmið okkar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listir í gegnum leik," segir Unnur Stefánsdóttir, sem stýrir heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Hugmyndafræðina á bak við leikskólann þróaði hún ásamt samstarfsfólki sínu en Unnur er sjálf mikil íþróttakona. "Til þess að leggja meiri áherslu á þessa þætti erum við með næringarráðagjafa sem gefur ráð um matseðla og við erum með fagstjóra í íþróttum og hreyfingu sem kennir íþróttir alla daga en hvert barn fer í íþróttatíma tvisvar í viku auk gönguferða og útivistar. Auk þess erum við með listakennara sem sjá um listnámið," segir Unnur. Í leikskólanun er íþróttasalur sem er sérstaklega útbúinn fyrir börn á leikskólaaldri og þar eru íþróttir stundaðar daglega. "Börnin elska íþróttatímana og geta varla verið veik heima ef þau eiga að fara í íþróttir þann daginn," segir Unnur og hlær. Auk hreyfingar er lögð áhersla á hollt og gott mataræði og segir Unnur það ganga vel að kenna börnunum að borða hollan og næringarríkan mat. "Þau læra að borða grænmeti og baunarétti og hjá sumum tekur það tíma en þessi eldri eru góð fyrirmynd. Það geta allir lært þetta og börnin biðja aldrei um sykur eða sætabrauð," segir Unnur. "Við finnum fyrir mikilli ánægju frá foreldrum með skólann. Það er okkar trú að ef börnin fá hreyfingu og góða næringu eru þau betur í stakk búin til að skapa. Auk þess glímum við ekki við offitu hérna og við getum gripið inn í ef það vandamál kemur upp," segir Unnur. Hún segir að á þeim tæpu tíu árum frá því skólinn var stofnaður hafi skólastarfið þróast mikið auk þess sem skólinn hafi stækkað. Upphaflega voru börnin 30 en nú eru þau 143 talsins, á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn er rekinn af Kópavogsbæ og hafa önnur sveitarfélög fylgt þessu fordæmi. Nokkrir heilsuleikskólar hafa tekið til starfa víðs vegar um landið og nokkrir taka brátt til starfa. "Það er alveg frábært að sjá þetta gerast. Við sem stýrum heilsuleikskólum höfum hist og erum að undirbúa stofnun samtaka heilsuleikskóla," segir Unnur Stefánsdóttir.
Heilsa Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira