Erlent

Stofnun kjarnorkuvera auðvelduð?

Yfirgefnum herbækistöðvum í Bandaríkjunum verður breytt í olíuhreinsistöðvar, fái Bush Bandaríkjaforseti vilja sínum framgengt. Bandarískir fjölmiðlar segja hann ætla að leggja til að herstöðvum verði breytt og dregið verði úr skrifræði og flækjum tengdum því að stofna kjarnorkuver. Hvorug þessara tillagna mun draga úr háu olíuverði en þær þykja hins vegar undirstrika þær áhyggjur sem Hvíta húsið hefur af afleiðingum verðhækkana. Nærri þrír áratugir eru liðnir síðan síðast var byggð ný olíuhreinsunarstöð í Bandaríkjunum og síðasti kjarnakljúfur, sem byggður var til rafmagnsframleiðslu, var byggður árið 1973.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×