Kjartan biðst afsökunar 28. apríl 2005 00:01 Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. Málavextir eru þannig að þegar Heimir var rekinn frá Fram sagði hann eina ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera þá að stjórn handknattleiksdeildar hefði fengið mjög freistandi tilboð sem hún átti erfitt með að hafna. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið 21. apríl síðastliðinn og bætti við að þessi maður væri Tryggvi Tryggvason, fyrrum gjaldkeri handknattleiksdeildar og góðvinur Guðmundar. Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir Kjartan sama dag, og hann svaraði svona: "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun". Þessi ummæli Kjartans fóru ekki vel í Heimi því formaðurinn segir að með þessu sé Heimir að búa til kjaftasögur og þar með að ljúga. Heimir fór í kjölfarið fram á það við Kjartan að hann bæðist afsökunar á þessum ummælum og það gerði Kjartan loksins í gær. "Hann bað mig afsökunar á ummælum sínum bæði munnlega og skriflega," sagði Heimir við Fréttablaðið. "Ég er mjög ánægður að hann skuli gera þetta og sé maður til þess að biðjast afsökunar. Ég sætti mig ekki við að því væri haldið fram að ég væri að búa til kjaftasögur því ég var ekki að gera það. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði og að hann skuli biðja mig afsökunar undirstrikar að ég sagði satt frá." Það var ekki bara Heimir sem var ósáttur við þessi ummæli Kjartans heldur urðu leikmenn og yngri flokka þjálfarar félagsins reiðir og þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: "Við undirritaðir lýsum yfir óánægju okkar með aðgerðir stjórnar Handknattleiksdeildar Fram í tengslum við uppsögn á samningi Heimis Ríkarðssonar og atburði liðinna daga. Stjórnin hefur ekki komið hreint fram í samskiptum við hlutaðeigandi aðila né fjölmiðla." Leikmenn sættust nokkrum dögum síðar við stjórnina þó engin afsökunarbeiðni hafi komið frá stjórninni.Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Kjartan síðustu daga án árangurs. Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sjá meira
Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. Málavextir eru þannig að þegar Heimir var rekinn frá Fram sagði hann eina ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera þá að stjórn handknattleiksdeildar hefði fengið mjög freistandi tilboð sem hún átti erfitt með að hafna. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið 21. apríl síðastliðinn og bætti við að þessi maður væri Tryggvi Tryggvason, fyrrum gjaldkeri handknattleiksdeildar og góðvinur Guðmundar. Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir Kjartan sama dag, og hann svaraði svona: "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun". Þessi ummæli Kjartans fóru ekki vel í Heimi því formaðurinn segir að með þessu sé Heimir að búa til kjaftasögur og þar með að ljúga. Heimir fór í kjölfarið fram á það við Kjartan að hann bæðist afsökunar á þessum ummælum og það gerði Kjartan loksins í gær. "Hann bað mig afsökunar á ummælum sínum bæði munnlega og skriflega," sagði Heimir við Fréttablaðið. "Ég er mjög ánægður að hann skuli gera þetta og sé maður til þess að biðjast afsökunar. Ég sætti mig ekki við að því væri haldið fram að ég væri að búa til kjaftasögur því ég var ekki að gera það. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði og að hann skuli biðja mig afsökunar undirstrikar að ég sagði satt frá." Það var ekki bara Heimir sem var ósáttur við þessi ummæli Kjartans heldur urðu leikmenn og yngri flokka þjálfarar félagsins reiðir og þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: "Við undirritaðir lýsum yfir óánægju okkar með aðgerðir stjórnar Handknattleiksdeildar Fram í tengslum við uppsögn á samningi Heimis Ríkarðssonar og atburði liðinna daga. Stjórnin hefur ekki komið hreint fram í samskiptum við hlutaðeigandi aðila né fjölmiðla." Leikmenn sættust nokkrum dögum síðar við stjórnina þó engin afsökunarbeiðni hafi komið frá stjórninni.Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Kjartan síðustu daga án árangurs.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sjá meira