Mikill stígandi í ÍBV 29. apríl 2005 00:01 Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira