Innlent

Teknir fyrir ölvunarakstur

Lögreglan í Hafnarfirði fann lítið magn af kannabisefni í bíl er hún stöðvaði um tvöleytið í nótt. Lögreglan segir efnið hafa líklega verið ætlað til einkaneyslu og var fólkinu sleppt eftir yfirheyrslu. Þá var maður stöðvaður grunaður um ölvun um klukkan þrjú í nótt við Strandveg í Hafnarfirði og annar eftir að gámur stöðvaði hann við Vesturgötu um fjögur í nótt og fékk sá að dvelja í fangageymslum lögreglunnar og verður skýrsla tekin af honum í dag. Þá var annasamt hjá lögreglunni í Reykjavík þessa björtu vornótt en fimm fengu að gista í fangageymslum lögreglunnar vegna ölvunar og óspekta í miðbæ borgarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×