Viðskipti innlent

Uppgreiðsla erlendra lána aukin

Fjármálaráðherra hefur ákveðið, í ljósi bættrar greiðslustöðu ríkissjóðs, að auka uppgreiðslu erlendra lána ríkissjóðs á árinu frá því sem áður var ákveðið. Nú í maí verða því greiddar 100 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega sex milljörðum íslenskra króna, af skammtímalánum, umfram það sem áður hafði verið tilkynnt um. Endurgreidd verða lán á gjalddaga í þessum mánuði og hefur fjármálaráðuneytið því óskað eftir að kaupa 100 milljónir dala af Seðlabankanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×