
Viðskipti innlent
TM myndar hóp með Hagkaupsbræðrum
Tryggingamiðstöðin, ásamt Hagkaupsbræðrunum Jóni og Sigurði Gísla Pálmasonum, Bolla Kristinssyni, kenndum við 17, og Ingimundi Sigfússyni, fyrrverandi eiganda Heklu, hafa myndað hóp í kringum kaupin á Símanum, með fleiri aðilum. Óskar Magnússon, núverandi forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, er vel kunnugur símamarkaðnum þar sem hann var forstjóri Íslandssíma. Tilboðsfrestur vegna sölu Símans rennur út þann 17. maí.