Innlent

Skipverjarnir látnir lausir

Tveir skipverjar á togaranum Hauki ÍS, sem sátu í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot, hafa verið látnir lausir og eru komnir hingað til lands. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins en samkvæmt þeim voru mennirnir látnir lausir skömmu fyrir mánaðamót. Lögregla og tollgæsla í Bremerhaven fundu 3,5 kíló af kókaíni og svipað magn af hassi um borð í togaranum í byrjun janúar. Voru mennirnir handteknir í kjölfarið og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald þar til dómur félli í máli þeirra. Ekki er ljóst á þessari stundu hvers vegna mönnunum var sleppt lausum eða hvort þeir eru lausir allra mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×