Viðskipti innlent

Kaupa bandarískt lyfjafyrirtæki

Actavis mun tilkynna í dag kaup fyrirtækisins á bandaríska lyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið er um 500 milljónir bandaríkjadollara eða sem nemur um 34 milljörðum íslenskra króna. Actavis hefur um tíma lagt áherslu á að komast inn á Bandaríkjamarkað en helmingur allrar lyfjasölu í heiminum fer fram þar í landi. Róbert Wessman, forstjóri fyrirtækisins, segir þetta skref styrkja fyrirtækið til muna. Samningur þessi færir Actavis 67 ný lyf en fyrir er Actavis með um 440 lyf á markaði og um 136 lyf í þróun. Þá gerir fyrirtækið ráð fyrir að setja 15 ný lyf á markað í Bandaríkjunum á þessu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×