Kaaberhúsið er skemmtilegt hús 24. maí 2005 00:01 "Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu." Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
"Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu."
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira