Snorri Steinn í fótspor Ólafs 25. maí 2005 00:01 Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik. Íslenski handboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira