S-hópurinn fékk milljarða að láni 30. maí 2005 00:01 S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira