S-hópurinn fékk milljarða að láni 30. maí 2005 00:01 S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira