Stjórnarslit hafi ekki verið nærri 31. maí 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira