Útiloka ekki frekari fjárfestingar 31. maí 2005 00:01 Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar. Innlent Viðskipti Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira