Viðskipti innlent

Spáir 3,8% verðbólgu á árinu

Greiningardeild KB banka telur að verðbólga á þessu ári verði 3,8 prósent og nái lágmarki í næsta mánuði, en þá verði 12 mánaða verðbólga 2,4 prósent. Eftir það mun aukin spenna á vinnumarkaði og lækkandi gengi krónunnar skapa aukinn verðbólguþrýsting. Greiningardeildin segir að raunar sé það svo að verðbólga hafi verið í lágmarki hérlendis á síðustu 12 mánuðum, en verðbólga á þessu tímabili án húsnæðis sé nú í kringum 0 prósent. Greiningardeildin segir að þessi verðbólgulækkun hafi þó að miklu leyti verið fengin fram með því að ýta gengi krónunnar töluvert upp fyrir jafnvægisgengi sem verði þegar fram í sæki að teljast frestun fremur en niðurkvaðning á verðhækkunum. Samkvæmt greiningardeildinni fer brátt að koma að þeim stað í hagsveiflunni að atvinnuleysi fer að ganga niður fyrir það krítíska mark er setur launaskrið af stað, jafnvel þótt innflutningur á erlendu vinnuafli muni að einhverju leyti vinna á móti þeirri þróun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×