Erlent

Sharon og Abbas hittast 21. júní

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, greindi frá því í dag að hann myndi funda með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, 21. júní næstkomandi. Í tilkynningu frá forsetanum segir að ísraelskir og palestínskir embættismenn myndu hittast áður og ræða vopnhléið sem leiðtogarnir sömdu um á fyrsta fundi sínum í febrúar í Egyptalandi. Þá verður einnig rætt um fyrirhugaðan brottflutning gyðinga frá landnemabyggðum á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum sem hefjast á í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×