Sameining kemur ekki til greina 9. júní 2005 00:01 Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um það hvort Straumsmenn, og þar með Landsbankinn, sé kominn með undirtökin í Íslandsbanka eftir kaup Burðaráss á fjögurra prósenta hlut í bankanum í gær. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, er hins vegar ekki í vafa. Hann segir valdahlutföll ekki hafa breyst. Aðspurður hvort átökin milli þessara tveggja meginblokka hluthafa í Íslandsbanka séu jafn hörð og af er látið segist Einar telja að meira sé gert úr þeim en efni standi til. Ef allt væri logandi þá hefði bankinn ekki náð þeim árangri sem hann hefði náð. „Síðastliðið ár var besta ár í sögu bankans nokkurn tíma og það er áframhaldandi góður árangur. Menn geta ekki bæði unnið vinnuna sína og staðið í slagsmálum. Ég held að það liggi í augum uppi,“ segir Einar. Það verður þó ekki fram hjá því horft að eigendur Landsbankans hafa styrkt stöðu sína verulega innan Íslandsbanka. Spurður hvort komi til greina að sameina þessa tvo banka segir Einar það hæpið. „Þá myndi virkilega eiga sér stað blóðbað. En það er alveg ljóst að Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína,“ segir Einar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af valdasamþjöppun í bankakerfinu. Hún segir það ekki góð tíðindi ef sömu aðilar eigi Íslandsbanka og Landsbanka, kannski með það í huga að sameina þá. Þegar rætt hafi verið um hugsanlega sameiningu tveggja banka fyrir nokkrum árum hafi svör samkeppnisyfirvalda verið þau að slíkt samræmdist ekki samkeppnislögum. Innlent Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Sjá meira
Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um það hvort Straumsmenn, og þar með Landsbankinn, sé kominn með undirtökin í Íslandsbanka eftir kaup Burðaráss á fjögurra prósenta hlut í bankanum í gær. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, er hins vegar ekki í vafa. Hann segir valdahlutföll ekki hafa breyst. Aðspurður hvort átökin milli þessara tveggja meginblokka hluthafa í Íslandsbanka séu jafn hörð og af er látið segist Einar telja að meira sé gert úr þeim en efni standi til. Ef allt væri logandi þá hefði bankinn ekki náð þeim árangri sem hann hefði náð. „Síðastliðið ár var besta ár í sögu bankans nokkurn tíma og það er áframhaldandi góður árangur. Menn geta ekki bæði unnið vinnuna sína og staðið í slagsmálum. Ég held að það liggi í augum uppi,“ segir Einar. Það verður þó ekki fram hjá því horft að eigendur Landsbankans hafa styrkt stöðu sína verulega innan Íslandsbanka. Spurður hvort komi til greina að sameina þessa tvo banka segir Einar það hæpið. „Þá myndi virkilega eiga sér stað blóðbað. En það er alveg ljóst að Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína,“ segir Einar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af valdasamþjöppun í bankakerfinu. Hún segir það ekki góð tíðindi ef sömu aðilar eigi Íslandsbanka og Landsbanka, kannski með það í huga að sameina þá. Þegar rætt hafi verið um hugsanlega sameiningu tveggja banka fyrir nokkrum árum hafi svör samkeppnisyfirvalda verið þau að slíkt samræmdist ekki samkeppnislögum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Sjá meira