Hæfi Halldórs rannsakað 9. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun ætlar að kanna hvort forsætisráðherra hafa verið vanhæfur til að fjalla um sölu ríkisbankanna á sínum tíma vegna tengsla við Skinney Þinganes og fyrirtæki S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann. Forsætisráðherrann neitaði viðtali en segist fagna rannsókninni. Ríkisendurskoðandi upplýsti í gær að S-hópurinn hefði ekki gefið réttar upplýsingar um eignarhald á félaginu Hesteyri þegar viðræður um kaup á Búnaðarbankanum stóðu sem hæst. Fram kom í bréfi til einkavæðinganefndar að Kaupfélag Skagfirðinga ætti félagið óskipt, hálfum mánuði eftir að Skinney Þinganes eignaðist þar helmings hlut. Hesteyri hagnaðist svo um sjö hundruð milljónir á viðskiptum með hluti í Keri og Vís, daginn áður en einkavæðinganefnd tilkynnti að samkomulag hefði náðst við S-hópinn um kaupin á Búnaðarbankanum. Í dag ákvað ríkisendurskoðandi svo að kanna hæfi ráðherrans í málinu og kynna fjárlaganefnd niðurstöðuna. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, segir að forsætisráðherra þurfi samt að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það dugi ekki að Ríkisendurskoðun athugi málið ein og sér. Formlega vanhæfið þurfi að kanna. Helgi segir Halldór líka þurfa að svara því pólitískt hvers vegna hann sagði sig ekki frá málinu því svo virðist vera að fyrirtæki nátengt honum og venslamönnum hans hafi í viðskiptum í tengslum við söluna hagnast verulega, sérstaklega í ljósi þess að illa var haldið á hagsmunum almennings við söluna og þau verðmæti, sem rétt og eðlilegt hefði verið fyrir skattgreiðendur að fá, fengust ekki. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun ætlar að kanna hvort forsætisráðherra hafa verið vanhæfur til að fjalla um sölu ríkisbankanna á sínum tíma vegna tengsla við Skinney Þinganes og fyrirtæki S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann. Forsætisráðherrann neitaði viðtali en segist fagna rannsókninni. Ríkisendurskoðandi upplýsti í gær að S-hópurinn hefði ekki gefið réttar upplýsingar um eignarhald á félaginu Hesteyri þegar viðræður um kaup á Búnaðarbankanum stóðu sem hæst. Fram kom í bréfi til einkavæðinganefndar að Kaupfélag Skagfirðinga ætti félagið óskipt, hálfum mánuði eftir að Skinney Þinganes eignaðist þar helmings hlut. Hesteyri hagnaðist svo um sjö hundruð milljónir á viðskiptum með hluti í Keri og Vís, daginn áður en einkavæðinganefnd tilkynnti að samkomulag hefði náðst við S-hópinn um kaupin á Búnaðarbankanum. Í dag ákvað ríkisendurskoðandi svo að kanna hæfi ráðherrans í málinu og kynna fjárlaganefnd niðurstöðuna. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, segir að forsætisráðherra þurfi samt að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það dugi ekki að Ríkisendurskoðun athugi málið ein og sér. Formlega vanhæfið þurfi að kanna. Helgi segir Halldór líka þurfa að svara því pólitískt hvers vegna hann sagði sig ekki frá málinu því svo virðist vera að fyrirtæki nátengt honum og venslamönnum hans hafi í viðskiptum í tengslum við söluna hagnast verulega, sérstaklega í ljósi þess að illa var haldið á hagsmunum almennings við söluna og þau verðmæti, sem rétt og eðlilegt hefði verið fyrir skattgreiðendur að fá, fengust ekki.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira