Innlent

Ríkið ekki bótaskylt vegna eymsla

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum fyrrum starfsmanns varnarliðsins um bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1993. Maðurinn klemmdist milli lyftara og kassa þegar verið var að tæma gám í einni af birgðastöðvum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Hann leitaði til læknis daginn eftir og fékk verkjalyf en var ekki frá vinnu. Sex árum síðar leitaði hann svo aftur til læknis og rakti þráláta bakverki til slyssins. Maðurinn fór fram á tæplega 1,5 milljónir króna í bætur með vöxtum. Skaðabótanefnd neitaði manninum einnig um bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×