Ekki Halldórs að leiðrétta? 14. júní 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira