Umræðan ekki skaðað Framsókn 14. júní 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórnarandstöðunnar um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknarflokkinn né ríkisstjórnina. Ennfremur sé samstarf ríkisstjórnarflokkanna jafngott sem fyrr. "Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumarið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem stendur í vegi fyrir nýja formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknarflokksins er mjög góð og stjórnarandstaðan getur því ekki gagnrýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður."Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutning," segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við umræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. "Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknarflokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins," segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýútkominni skýrslu um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, sem í þessu tilfelli er viðskiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráðherra og á ábyrgð hans. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar við S-hópinn í aðdragandanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherranefndarinna,r eða hvort þau Halldór hafi rætt þau sín á milli. "Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyrirtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna," segir Valgerður. "Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkisstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendurskoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni," segir Valgerður. "Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbakur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagnrýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA," segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkisbankanna tveggja, líkt og stjórnarandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. "Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er útkljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunnar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér," segir Valgerður. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórnarandstöðunnar um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknarflokkinn né ríkisstjórnina. Ennfremur sé samstarf ríkisstjórnarflokkanna jafngott sem fyrr. "Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumarið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem stendur í vegi fyrir nýja formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknarflokksins er mjög góð og stjórnarandstaðan getur því ekki gagnrýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður."Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutning," segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við umræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. "Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknarflokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins," segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýútkominni skýrslu um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, sem í þessu tilfelli er viðskiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráðherra og á ábyrgð hans. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar við S-hópinn í aðdragandanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherranefndarinna,r eða hvort þau Halldór hafi rætt þau sín á milli. "Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyrirtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna," segir Valgerður. "Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkisstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendurskoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni," segir Valgerður. "Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbakur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagnrýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA," segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkisbankanna tveggja, líkt og stjórnarandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. "Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er útkljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunnar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér," segir Valgerður.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent