Innlent

Handteknir fengu bætur

Sættir náðust fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli þriggja ungra manna sem sæta máttu handtöku þegar þeir mótmæltu sumarið 2002 við heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, framgöngu kínverskra stjórnvalda í garð Falun Gong hreyfingarinnar. Að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, lögmanns mannanna, gekk dómur í máli fjórða mannsins í febrúar síðastliðnum þar sem ríkið var dæmt til greiðslu bóta upp á 90 þúsund krónur, auk dráttarvaxta, vegna handtöku hans. "Á grundvelli þess dóms var svo þessum málum lokið með sátt," sagði hún, en ríkið féllst á að greiða þremenningunum sömu bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×