Staða bankanna sé traust 15. júní 2005 00:01 Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið. Skýrslan er unnin af Thore Johnsen, prófessor við norska viðskiptaháskólann, þar sem hann skoðaði íslenska banka í kjölfar yfirtöku Íslandsbanka á BN banka í Noregi. Í skýrslunni varar prófessorinn við miklum vexti bankanna. Hann segir þá geta hrunið eins og spilaborgir ef harðnar á dalnum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er ekki sammála skýrsluhöfundi. Hann segir þetta gamla skýrslu sem dúkki allt í einu upp í fjölmiðlum nú en ýmislegt hafi gerst síðan hún var samin. Í fyrsta lagi hafi norska fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið þar í landi samþykkt kaup Íslandsbanka á BN bank en það hafi einmitt verið tilefni skýrslunnar. Í apríl kom út skýrsla um fjármál og stöðugleika á vegum Seðlabankans þar sem fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust. Birgir Ísleifur bendir á í þriðja lagi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi verið að skila í þessari viku greinargerð þar sem meðal annars hafi verið fjallað um íslenska banka og fjármálastofnanir. Niðurstaða hans sé að efnahagur þeirra sé traustur. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, telur íslenska banka standa traustum fótum. Hann segir útrás þeirra nauðsynlega og gera viðskiptalífinu gott. Ef prófessorinn eigi við að íslenskir bankar eigi of mikið af hlutabréfum þá hafi það sýnt sig að í samanburði við erlenda banka eigi íslenku bankarnir lítið af hlutabréfum. Af eignum þeirra, sem séu upp á 340 milljarða, þá séu rétt um 15 prósent í hlutabréfum. Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið. Skýrslan er unnin af Thore Johnsen, prófessor við norska viðskiptaháskólann, þar sem hann skoðaði íslenska banka í kjölfar yfirtöku Íslandsbanka á BN banka í Noregi. Í skýrslunni varar prófessorinn við miklum vexti bankanna. Hann segir þá geta hrunið eins og spilaborgir ef harðnar á dalnum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er ekki sammála skýrsluhöfundi. Hann segir þetta gamla skýrslu sem dúkki allt í einu upp í fjölmiðlum nú en ýmislegt hafi gerst síðan hún var samin. Í fyrsta lagi hafi norska fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið þar í landi samþykkt kaup Íslandsbanka á BN bank en það hafi einmitt verið tilefni skýrslunnar. Í apríl kom út skýrsla um fjármál og stöðugleika á vegum Seðlabankans þar sem fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust. Birgir Ísleifur bendir á í þriðja lagi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi verið að skila í þessari viku greinargerð þar sem meðal annars hafi verið fjallað um íslenska banka og fjármálastofnanir. Niðurstaða hans sé að efnahagur þeirra sé traustur. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, telur íslenska banka standa traustum fótum. Hann segir útrás þeirra nauðsynlega og gera viðskiptalífinu gott. Ef prófessorinn eigi við að íslenskir bankar eigi of mikið af hlutabréfum þá hafi það sýnt sig að í samanburði við erlenda banka eigi íslenku bankarnir lítið af hlutabréfum. Af eignum þeirra, sem séu upp á 340 milljarða, þá séu rétt um 15 prósent í hlutabréfum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira