Innlent

Vildu senda skýr skilaboð

Þremeningarnir sem handteknir voru fyrir að sletta grænu skyri á álráðstefnu gesti á Nordica-hóteli segja að ásetningur sinn hafi verið að trufla ráðstefnuna og senda skýr skilaboð til leiðtoga í þungaiðnaði um að Ísland sé ekki eins notalegt hreiður fyrir þá og þeir haldi. Einnig að veita öðrum innblástur til aðgerða gegn því samsæri fyrirtækja og stjórnvalda að svíkja af Íslendingum mikið af stórbrotinni náttúru landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þremenninganna. Þau segjast ekki hafa fengið greitt fyrir aðgerðirnar heldur hafi ást og reiði knúið þau áfram. Þá segjast þau bera jafna ábyrgð og að ekki hafi verið ásetningur þeirra að skemma eignir, en spyrja hvers virði skraddarasaumuð jakkaföt séu í samanburði við stærstu ósnortnu víðerni sem eftir eru í Vestur Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×