Innlent

Íslenskt félag flutti inn Pólverja

Í ljós hefur komið að íslenskt fyrirtæki hefur flutt tólf Pólverja hingað til lands á fölskum forsendum, einungis í þeim tilgangi að leigja þá út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Laun og kjör mannanna voru langt undir lámarkskjörum sem kjarasamningar og íslensk lög kveða á um. Í samningi sem fyrirtækið gerði við Pólverjana sagði að þeir hefðu 480 krónur á tíma í jafnaðarkaup og að þeir þyrftu að vinna 250 vinnustundir á mánuði. Þegar Pólverjunum var ljóst að brotið var á rétti þeirra og vildu fá leiðréttingu var þeim hótað að þeir yrðu tafarlaust sendir heim. Í samningnum stóð einnig að þeir fengju frí og borgaða ferð til Póllands á fjögurra mánaða fresti. Fríið átti að vera launalaust í tólf daga. Þá stóð einnig að þeir sem ekki stæðu sig vel í vinnu yrðu sendir heim og þyrftu þá sjálfir að greiða flugfarið upp á 65 þúsund krónur og 28 þúsund króna húsaleigu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×