Lífið

Möguleikarnir óþrjótandi

Í stað þess að setja afskorin blóm öll saman í einn vasa er sniðugt að setja þau í marga litla í staðinn. Hvert blóm nýtur sín betur og litlu vasarnir henta vel í gluggakistur og hillur. Ekki þurfa allir vasarnir að vera eins né öll blómin eins. Skemmtilegt er að blanda saman ólíkum blómavösum, og jafnvel krukkum eða glerflöskum. Blómin geta komið úr garðinum og litlar trjágreinar geta fengið að fljóta með. Þetta er skemmtilegt fyrir þá sem njóta þess að leika sér með að skreyta heimili sitt og leika sér með ólíkar uppsetningar. Blómunum er líka hægt að koma fyrir um allt hús þannig að afskorin blómavöndur nýtur sín ekki bara á einum stað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×