Rússnesk peningaþvottavél Hafliði Helgason skrifar 22. júní 2005 00:01 Neikvæð umræða um íslenska fjárfesta hefur hjaðnað í Danmörku upp á síðkastið eftir að hafa verið nokkur á tímabili. Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum. Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis. Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti. Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli. Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug. Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn. Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða um íslenska fjárfesta hefur hjaðnað í Danmörku upp á síðkastið eftir að hafa verið nokkur á tímabili. Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum. Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis. Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti. Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli. Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug. Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn. Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar