Erlent

Blair gagnrýndi Bandaríkjastjórn

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýndi Bandaríkjastjórn í þætti á bresku sjónvarpsstöðinni MTV í gær. Umræðuefnið var loftslagsbreytingar sem Blair segir vera mestu ógn við jörðina og að ef árangur eigi að nást í málum þessum þurfi Bandaríkin að taka virkari þátt og skrifa undir Kyoto-sáttmálann. Erfiðlega hefur þó gengið að fá þá til þess þar sem Bandaríkjastjórn telur að undirritun sáttmálans myndi hafa of neikvæð áhrif á efnahag landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×