Óvíst með kaup á Somerfield 3. júlí 2005 00:01 Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislögreglustjóri gaf út á hendur sex aðilum tengdum Baugi síðastliðinn föstudag. Ein af ástæðunum er talin vera sú að bankastofnanir yrðu tregar til að lána Baugi fé vegna kaupanna meðan óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins. Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær svo sem eins og Financial Times, Daily Telegraph og Sunday Herald. "Fyrirtækið greindi frá því á föstudag að þessi ákæra myndi ekki hafa nein áhrif á starfslega getu félagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar og munum við kappkosta að halda áfram okkar striki. Við leggjum höfuðáherslu á að fyrirtækið verði ekki fyrir skakkaföllum Ég kannast því ekkert við að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr fyrirtækjahópnum og Jón Ásgeir kannast ekkert við að hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis," segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, um fréttir breskra dagblaða um að Baugur hafi boðist til að draga sig út viðræðum vegna kaupa á Somerfield. Baráttan um Somerfield stendur milli tveggja fyrirtækjahópa, annars vegar fjárfestingarfélagsins London & Regional og hins vegar hóps þar sem eru Baugur Group hf., Apax, Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn hafði áformað kynningu á tilboði sínu eftir örfáa daga. Í Sunday Times var haft eftir ónefndum ráðgjafa fyrirtækjahópsins, sem Baugur tilheyrir, að hann væri viss um að Baugur drægi sig út út úr samningaviðræðunum ef ákæran myndi hafa óæskileg áhrif á hópinn. Ráðgjafinn sagði að hópurinn myndi halda áfram að undirbúa kauptilboðið þrátt fyrir að Baugur hafi átt að leggja til 25 prósent kaupverðsins á Somerfield sem talið er nema um 127 milljörðum króna. Blaðamaður Daily Telegraph sagði í gærkvöldi að hann hefði heyrt að Baugur ætlaði sér að halda áfram í fyrirtækjahópnum en það væri spurning hvort hin fyrirtækin í hópnum vildu halda áfram samstarfi við Baug í ljósi aðstæðna. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislögreglustjóri gaf út á hendur sex aðilum tengdum Baugi síðastliðinn föstudag. Ein af ástæðunum er talin vera sú að bankastofnanir yrðu tregar til að lána Baugi fé vegna kaupanna meðan óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins. Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær svo sem eins og Financial Times, Daily Telegraph og Sunday Herald. "Fyrirtækið greindi frá því á föstudag að þessi ákæra myndi ekki hafa nein áhrif á starfslega getu félagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar og munum við kappkosta að halda áfram okkar striki. Við leggjum höfuðáherslu á að fyrirtækið verði ekki fyrir skakkaföllum Ég kannast því ekkert við að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr fyrirtækjahópnum og Jón Ásgeir kannast ekkert við að hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis," segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, um fréttir breskra dagblaða um að Baugur hafi boðist til að draga sig út viðræðum vegna kaupa á Somerfield. Baráttan um Somerfield stendur milli tveggja fyrirtækjahópa, annars vegar fjárfestingarfélagsins London & Regional og hins vegar hóps þar sem eru Baugur Group hf., Apax, Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn hafði áformað kynningu á tilboði sínu eftir örfáa daga. Í Sunday Times var haft eftir ónefndum ráðgjafa fyrirtækjahópsins, sem Baugur tilheyrir, að hann væri viss um að Baugur drægi sig út út úr samningaviðræðunum ef ákæran myndi hafa óæskileg áhrif á hópinn. Ráðgjafinn sagði að hópurinn myndi halda áfram að undirbúa kauptilboðið þrátt fyrir að Baugur hafi átt að leggja til 25 prósent kaupverðsins á Somerfield sem talið er nema um 127 milljörðum króna. Blaðamaður Daily Telegraph sagði í gærkvöldi að hann hefði heyrt að Baugur ætlaði sér að halda áfram í fyrirtækjahópnum en það væri spurning hvort hin fyrirtækin í hópnum vildu halda áfram samstarfi við Baug í ljósi aðstæðna. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira