Segir fleiri spurningar vakna 4. júlí 2005 00:01 Eignarhaldsfélagið Ker afsalaði sér húseigninni að Hverfisgötu 33 í Reykjavík til tveggja félaga Framsóknarflokksins skömmu eftir að samþykkt var að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum en Ker hf. leiddi þann hóp. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur ritað Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar Alþingis, bréf þar sem farið er fram á skýringar á því hvort rétt sé að þetta hafi verið gert á sama tíma og unnið var að gerð kaupsamnings vegna Búnaðarbankans og hver þáttur Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ferlinu hafi verið. Í bréfi Helga til Magnúsar segir Helgi ýmsu ósvarað varðandi þátt forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Varpar hann fram þremur spurningum sem hann óskar svara við. Vill hann fá skýringar á fullyrðingum Ríkisendurskoðanda að enginn söluhagnaður hafi verið af viðskiptum Hesteyrar með bréf í Keri þegar svör Kauphallar Íslands benda til að verðmæta bréfa hafi hækkað meðan á einkavæðingarferlinu hafi staðið um hálfan milljarð króna. Helgi vill einnig fá skjalfest hvort eða hvenær Halldóri hafi verið kunnugt um kaup Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri og kaup Hesteyrar í Keri í kjölfarið en um það hefur forsætisráðherra verið tvísaga að mati Helga. Hefur hann óskað þessara upplýsinga sem fyrst og segir mikilvægt að sannleiksgildið sé kannað til hlítar. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson né Magnús Stefánsson þegar eftir var leitað og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, vildi ekki tjá sig. Framsóknarflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem segir að flokkurinn hafi keypt húsið 1997 og flokkurinn flutt skrifstofur sínar þangað 1998. Dráttur hafi hins vegar orðið á að gengið hafi verið frá afsali að eigninni en í millitíðinni hafi Framsóknarflokkurinn borið allan kostnað af rekstri hússins. Því séu aðdróttanir um að kaupin á Hverfisgötu 33 tengist sölu Búnaðarbankans algjörlega úr lausu lofti gripnar. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Ker afsalaði sér húseigninni að Hverfisgötu 33 í Reykjavík til tveggja félaga Framsóknarflokksins skömmu eftir að samþykkt var að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum en Ker hf. leiddi þann hóp. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur ritað Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar Alþingis, bréf þar sem farið er fram á skýringar á því hvort rétt sé að þetta hafi verið gert á sama tíma og unnið var að gerð kaupsamnings vegna Búnaðarbankans og hver þáttur Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ferlinu hafi verið. Í bréfi Helga til Magnúsar segir Helgi ýmsu ósvarað varðandi þátt forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Varpar hann fram þremur spurningum sem hann óskar svara við. Vill hann fá skýringar á fullyrðingum Ríkisendurskoðanda að enginn söluhagnaður hafi verið af viðskiptum Hesteyrar með bréf í Keri þegar svör Kauphallar Íslands benda til að verðmæta bréfa hafi hækkað meðan á einkavæðingarferlinu hafi staðið um hálfan milljarð króna. Helgi vill einnig fá skjalfest hvort eða hvenær Halldóri hafi verið kunnugt um kaup Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri og kaup Hesteyrar í Keri í kjölfarið en um það hefur forsætisráðherra verið tvísaga að mati Helga. Hefur hann óskað þessara upplýsinga sem fyrst og segir mikilvægt að sannleiksgildið sé kannað til hlítar. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson né Magnús Stefánsson þegar eftir var leitað og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, vildi ekki tjá sig. Framsóknarflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem segir að flokkurinn hafi keypt húsið 1997 og flokkurinn flutt skrifstofur sínar þangað 1998. Dráttur hafi hins vegar orðið á að gengið hafi verið frá afsali að eigninni en í millitíðinni hafi Framsóknarflokkurinn borið allan kostnað af rekstri hússins. Því séu aðdróttanir um að kaupin á Hverfisgötu 33 tengist sölu Búnaðarbankans algjörlega úr lausu lofti gripnar.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira