Innlent

Siðferðisþrek Samfylkingar þrotið

"Að mínu viti er þetta merki um að siðferðisþrek Samfylkingarinnar sé á þrotum og þeim sé nær að líta í eigin barm en reyna að klóra í bakkann með dylgjum á borð við þessar," segir Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún segir aðdróttanir Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, varðandi fasteignakaup flokksins og aðkomu Halldórs Ásgrímssonar að þeim ekkert annað en lágkúrulega tilraun til að þyrla ryki í augu almennings. Helgi sendi í fyrradag fyrirspurn til formanns fjárlaganefndar Alþingis meðal annars vegna nýrra upplýsinga um að eignarhaldsfélagið Ker hf. hafi afsalað sér húseigninni að Hverfisgötu 33, þar sem flokkskrifstofa flokksins er til húsa, skömmu eftir að samþykkt var að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum en Ker hf. leiddi þann hóp. Telur hann ótvírætt að frá þeim tengslum flokksins og Kers hf. hefði átt að skýra við einkavæðingarferli bankanna. Jónína segir allt varðandi kaupin gagnsætt og uppi á borðinu. Farist hafi fyrir að þinglýsa afsalin þinglýsa kaupsamningnum og við það sé ekkert tortryggilegt. "Mér finnst afar alvarlegt að Helgi skuli geta komið með dylgjur sem eingöngu er ætlað að rýra traust almennings á forsætisráðherra landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×