Kaupa meirihluta í ilmvatnssala 6. júlí 2005 00:01 L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira