Kjósum um flokka en ekki fylkingar 11. júlí 2005 00:01 Það er rétt hjá Alfreð Þorsteinssyni borgarfulltrúa að ein skýringin á því að Reykjavíkurlistinn mælist nú með minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í höfuðborginni er vandræðagangurinn í kringum viðræðurnur um framhaldið á samstarfi R-lista flokkanna. Þær viðræður snúast eingöngu um skiptingu embætta og bitlinga. Málefni og hugmyndir eru ekki á dagskrá. Á sama tíma hafa sjálfstæðismenn spilað út forvitnilegum skipulagstillögum sem sýna viðleitni til að brjótast upp úr hjólförum gamla tímans. Samkvæmt könnun Gallups, sem gerð var fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fengi D-listinn 50,2% fylgi ef kosið yrði nú til borgarstjórnar. Ef þetta væru kosningaúrslit fengi listinn fengi átta borgarfulltrúa og meirihluta í borgarstjórn. R-listinn fengi samkvæmt sömu könnun 49% fylgi og F-listinn mælist varla, er með 0,8% fylgi. Þann fyrirvara ber að setja við túlkun könnunarinnar að munurinn á D-lista og R-lista er tæpast marktækur. Þá var svarhlutfall þátttakenda aðeins um 56% af úrtakinu og rúmur fjórðungur neitaði að svara eða hafði ekki gert upp hug sinn. Engu að síður er þetta könnun sem ber að veita athygli og segir sína sögu um viðhorfsþróun kjósenda í borginni. Skýring Alfreð Þorsteinssonar á slælegu fylgi R-listans er ekki einhlít. Margt annað en vandræðalegar viðræður flokkanna spilar þar inn í. R-listinn hefur stjórnað höfðuðborginni í nærri tólf ár. Mörgum finnst gæta aukins valdhroka í ráðhúsinu. Jafnvel innan R-listans heyrist aftur og aftur talað um "ráðhúsklíkuna" sem aðeins hafi áhuga á völdunum en hafi gleymt baráttumálunum sem færðu listanum upphaflega völdin vorið 1994. "Hugmyndaþreytu" ber æ oftar á góma. Þessu veita borgarbúar eftirtekt. Þeir finna að það stendur ekki sami gusturinn af R-listanum og fyrir tólf árum. Aftur á móti er enginn skortur á úrlausnarefnum sem krefjast djarfra foringja og ferskrar nálgunar. Jafnframt eru æ fleiri að gera sér grein fyrir því að sú gamla réttlæting á R-listanum að halda þurfi sjálfstæðismönnum frá völdum í Reykjavík með sérstöku flokkabandalagi er tímaskekkja. Hugmyndafræðin á bak við R-listann er með öðrum orðum gatslitin. Sjálfstæðismenn hafa margt gott fram að færa til málefna borgarinnar eins og skipulagstillögur þeirra eru til marks um. Fyrir borgarbúa er æskilegra að valið standi ekki aðeins á milli Sjálfstæðisflokksins og R-listans heldur margra flokka með mismunandi áherslur. Á sínum tíma sögðust sjálfstæðismenn ekki vilja stjórna Reykjavík nema hafa hreinan meirihluta. Sú þóttafulla afstaða er nú ekki lengur við lýði. Ekki er lengur fráleitt að ímynda sér samstarf sjálfstæðismanna við Samfylkinguna, Vinstri græna, Framsóknarflokkinn eða Frjálslynda um stjórn borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Það er rétt hjá Alfreð Þorsteinssyni borgarfulltrúa að ein skýringin á því að Reykjavíkurlistinn mælist nú með minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í höfuðborginni er vandræðagangurinn í kringum viðræðurnur um framhaldið á samstarfi R-lista flokkanna. Þær viðræður snúast eingöngu um skiptingu embætta og bitlinga. Málefni og hugmyndir eru ekki á dagskrá. Á sama tíma hafa sjálfstæðismenn spilað út forvitnilegum skipulagstillögum sem sýna viðleitni til að brjótast upp úr hjólförum gamla tímans. Samkvæmt könnun Gallups, sem gerð var fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fengi D-listinn 50,2% fylgi ef kosið yrði nú til borgarstjórnar. Ef þetta væru kosningaúrslit fengi listinn fengi átta borgarfulltrúa og meirihluta í borgarstjórn. R-listinn fengi samkvæmt sömu könnun 49% fylgi og F-listinn mælist varla, er með 0,8% fylgi. Þann fyrirvara ber að setja við túlkun könnunarinnar að munurinn á D-lista og R-lista er tæpast marktækur. Þá var svarhlutfall þátttakenda aðeins um 56% af úrtakinu og rúmur fjórðungur neitaði að svara eða hafði ekki gert upp hug sinn. Engu að síður er þetta könnun sem ber að veita athygli og segir sína sögu um viðhorfsþróun kjósenda í borginni. Skýring Alfreð Þorsteinssonar á slælegu fylgi R-listans er ekki einhlít. Margt annað en vandræðalegar viðræður flokkanna spilar þar inn í. R-listinn hefur stjórnað höfðuðborginni í nærri tólf ár. Mörgum finnst gæta aukins valdhroka í ráðhúsinu. Jafnvel innan R-listans heyrist aftur og aftur talað um "ráðhúsklíkuna" sem aðeins hafi áhuga á völdunum en hafi gleymt baráttumálunum sem færðu listanum upphaflega völdin vorið 1994. "Hugmyndaþreytu" ber æ oftar á góma. Þessu veita borgarbúar eftirtekt. Þeir finna að það stendur ekki sami gusturinn af R-listanum og fyrir tólf árum. Aftur á móti er enginn skortur á úrlausnarefnum sem krefjast djarfra foringja og ferskrar nálgunar. Jafnframt eru æ fleiri að gera sér grein fyrir því að sú gamla réttlæting á R-listanum að halda þurfi sjálfstæðismönnum frá völdum í Reykjavík með sérstöku flokkabandalagi er tímaskekkja. Hugmyndafræðin á bak við R-listann er með öðrum orðum gatslitin. Sjálfstæðismenn hafa margt gott fram að færa til málefna borgarinnar eins og skipulagstillögur þeirra eru til marks um. Fyrir borgarbúa er æskilegra að valið standi ekki aðeins á milli Sjálfstæðisflokksins og R-listans heldur margra flokka með mismunandi áherslur. Á sínum tíma sögðust sjálfstæðismenn ekki vilja stjórna Reykjavík nema hafa hreinan meirihluta. Sú þóttafulla afstaða er nú ekki lengur við lýði. Ekki er lengur fráleitt að ímynda sér samstarf sjálfstæðismanna við Samfylkinguna, Vinstri græna, Framsóknarflokkinn eða Frjálslynda um stjórn borgarinnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun