Taugatitringur enn í London 11. júlí 2005 00:01 Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Flestir Lundúnabúar mættu til vinnu í dag í fyrsta sinn eftir sprengjuárásirnar síðastliðinn fimmtudag og voru neðanjarðarlestir og strætisvagnar fullir af fólki sem ákveðið er í að láta ekki árásirnar trufla daglegt líf sitt. Talið er að tekist hafi að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í árásunum en leitarmenn eru þó enn við störf við lest sem sprengd var á milli King´s Cross stöðvarinnar og Russel Square. Yfirvöld hafa staðfest að fimmtíu og tveir létu lífið og um 700 særðust. Taugatitrings gætir í borginni því um tíma í dag var King´s Cross stöðin rýmd vegna torkennilegs pakka sem var á svæðinu en engin sprengja fannst. Þá var kveikt í tveimur moskum múslíma um helgina. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í Lundúnum þar sem hryðjuverkamennirnir sem skipulögðu árásirnar í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás, að sögn breska blaðsins Times. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á þinginu í dag bresku þjóðinni í dag að ekkert yrði gefið eftir í leitinni að ódæðismönnunum. Hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba árásanna og sagði Bretland ekki verða sigrað með slíkum hryðjuverkum. "Við munum leita þeirra sem bera ábyrgðina, ekki bara þeirra sem frömdu verknaðinn heldur einnig þeirra sem skipulögðu þetta óhæfuverk, hvar sem þeir eru, og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en kennsl hafa verið borin á þá, og eftir því sem mögulegt er, þeir hafa verið látnir svara til saka," sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Flestir Lundúnabúar mættu til vinnu í dag í fyrsta sinn eftir sprengjuárásirnar síðastliðinn fimmtudag og voru neðanjarðarlestir og strætisvagnar fullir af fólki sem ákveðið er í að láta ekki árásirnar trufla daglegt líf sitt. Talið er að tekist hafi að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í árásunum en leitarmenn eru þó enn við störf við lest sem sprengd var á milli King´s Cross stöðvarinnar og Russel Square. Yfirvöld hafa staðfest að fimmtíu og tveir létu lífið og um 700 særðust. Taugatitrings gætir í borginni því um tíma í dag var King´s Cross stöðin rýmd vegna torkennilegs pakka sem var á svæðinu en engin sprengja fannst. Þá var kveikt í tveimur moskum múslíma um helgina. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í Lundúnum þar sem hryðjuverkamennirnir sem skipulögðu árásirnar í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás, að sögn breska blaðsins Times. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á þinginu í dag bresku þjóðinni í dag að ekkert yrði gefið eftir í leitinni að ódæðismönnunum. Hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba árásanna og sagði Bretland ekki verða sigrað með slíkum hryðjuverkum. "Við munum leita þeirra sem bera ábyrgðina, ekki bara þeirra sem frömdu verknaðinn heldur einnig þeirra sem skipulögðu þetta óhæfuverk, hvar sem þeir eru, og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en kennsl hafa verið borin á þá, og eftir því sem mögulegt er, þeir hafa verið látnir svara til saka," sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira